Innlent

Einkabílar stærri og kraftmeiri

Einkabílum í Reykjavík hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og mun hraðar en Reykvíkingum. Árið 2004 voru í borginni um 610 bílar á hverja þúsund íbúa, samanborið við 463 bíla árið 1996. "Það eru mörk sem eru miklu nær Norður-Ameríku en Norðurlöndunum," segir Hjalti J. Guðmundsson, yfirmaður Staðardagskrár 21. Hann segir Reykjavíkurborg líklega vera komna fram úr meðaltali í Bandaríkjunum í fjölda bíla á íbúa í borgum. Bílar í Reykjavík eru þar að auki að verða þyngri og aflmeiri. Árið 2004 voru einkabílar að meðaltali 26 prósentum kraftmeiri í hestöflum og rúmum níu prósentum þyngri. "Þetta segir okkur að fólk sé að kaupa stærri og kraftmeiri bíla. Þróunin er líka í þá áttina frá hefðbundnum fjölskyldubíl yfir í stærri jeppa." Hjalti vill ekki tjá sig um það að svo stöddu hvaða þýðingu þetta hefur fyrir bæinn en á von á því að Umhverfissviðið birti ítarlega skýrslu eftir nokkrar vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×