Innlent

Bolli endurkjörinn formaður

Bolli Thoroddsen var á þriðjudaginn endurkjörinn formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins. Yfir þúsund manns greiddu atkvæði á fundinum, sem mun vera sá fjölmennasti í sögu félagsins. Bolli fékk 528 atkvæði í formannskjöri en Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson 458 atkvæði. 66 atkvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Tvær fylkingar tókust á í kjöri til stjórnar og náðu tíu stuðningsmenn Bolla kjöri en einn stuðningsmaður Vilhjálms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×