Innlent

Skortur á skiptiborðum á salernum

Einungis einn söluskáli við þjóðveg eitt býður upp á aðstöðu til umönnunnar ungbarna á karlasnyrtingu. Þetta kemur fram í könnun sem Jafnréttisráð og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri stóðu að á nýliðnu sumri. Könnunin var gerð vegna aukinnar umræðu í þjóðfélaginu um jafna verkaskiptingu og breytt hugarfar í kjölfar breytinga á fæðingarorlofi. Jafnréttisráð og Háskólinn á Akureyri hafa boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem niðurstöður könnunarinnar verða kynntar. Fundurinn fer fram að Borgum við Norðurslóð og hefst klukkan fjögur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×