Innlent

Varað við hálku og hálkublettum

Vegagerðin varar áfram við hálku og hálkublettum víða um land auk þess sem verið er að moka heiðar á Vestfjörðum. Það eru hálkublettir á heiðum á Vesturlandi og á Vestfjörðum er verið að moka Klettsháls, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjall. Þá er hálka á Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi en Lágheiði er ófær. Einhver hálka er á velflestum heiðum á Norðaustur- og Austurlandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×