Innlent

Dregur úr bjartsýni landsmanna

Nokkuð hefur dregið úr bjartsýni landsmanna á þróun efnahagsmála samkvæmt væntingavísitölu Gallup, mánuði eftir að hún mældist hæst síðan farið var að reikna út vísitöluna í mars árið 2001. Einkum hefur dregið úr bjartsýni fólks á hvernig efnahagurinn verður eftir hálft ár og tiltrú fólks á efnahagslífinu. Eftir sem áður eru þó fleiri bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir. Væntingavísitalan er byggð á mati fólks á því hvernig efnahagslíf og atvinnulíf er nú, hvernig það verður eftir hálft ár og hvernig heildartekjur heimilisins verða að hálfu ári liðnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×