Innlent

Logi til Stöðvar 2

"Já, ég er hættur," segir Logi Bergmann Eiðsson. Logi segist ekki vita hvenar hann hefur störf á Stöð 2, en það verði á næstunni. "Hlutverk Loga verður tvíþætt. Hann verður helsti framleiðslustjóri frétta ásamt mér og svo mun hann sinna margvíslegri þáttagerð," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2. "Þetta hefur einhver áhrif á nýja magasín-þáttinn okkar, en Loga var ætlað hlutverk í honum," segir Bogi Ágústsson hjá Ríkissjónvarpinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×