Innlent

Frækileg björgun

Landhelgisgæslan bjargaði í morgun manni í sjávarháska af skútu á milli Íslands og Grænlands. Félagi mannsins féll útbyrðis og er talinn af. Þyrla Landhlegisgæslunnar lenti með manninn sem komst af á Reykjavíkurflugvelli rétt uppúr klukkan ellefu. Skútan var á leiðinni frá Grænlandi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi þegar óhappið varð. Neyðarkall barst upp úr klukkan tvö í nótt, og þegar skipverjar svöruðu ekki kalli, var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokkervél Gæslunnar skömmu síðar. Greiðlega gekk að bjarga öðrum skipverjanum, þrátt fyrir afleitt veður. Félagi mannsins frá Skotlandi, fór strax útbyrðis og er talinn af, enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir ekki í góðum flötgöllum. Áhöfn fokkersins leitaði að manninum í dágóða stund eftir að þyrlan var farin, en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×