Davíð hættur sem ráðherra 27. september 2005 00:01 Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira