Davíð hættur sem ráðherra 27. september 2005 00:01 Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira