Davíð hættur sem ráðherra 27. september 2005 00:01 Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Davíð Oddsson gekk úr ríkisstjórn í dag eftir rúmlega fjórtán ára setu með orðið fjölmiðlafrumvarp á vörunum. Nýir menn tóku við lyklavöldum í þremur ráðuneytum í dag. Davíð var glaðbeittur þegar hann kom til Bessastaða á sinn síðasta ríkisráðsfund og hann sat þar í hálftíma. Hann sagði að hann yfirgæfi starf sitt með gleðibragði, kátur og ánægður með að taka slíka ákvörðun sjálfur eftir langa setu. Hann væri jafnframt þakklátur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og stjórnmála. Davíð sagði margt vera sér ofarlega í huga á þessum tímamótum, það væri margt sem hann gæti nefnt en þar sem ferill hans er fjölbreyttur væri erfitt fyrir hann að nefna eitthvað eitt. Ferillinn hans snéri bæði að borgarmálum og þjóðmálum, hann hefði verið í margvíslegum samskiptum við fólk í öllum flokkum. Davíð hefur starfað með fleiri ráðherrum í samstarfi í ríkisstjórn en nokkur annar og sagði Davíð að þó undarlegt megi viðrast þá telji hann sig eiga vináttu allra ráðherrana úr flokkunum þremur. Menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins hafa dregist inn í umræðuna um Baugsmálið eftir að Fréttablaðið birti tölvupóstsendingar, sem það komst yfir, um aðdraganda Baugskæru Jóns Geralds Sullenbergers. Menn hafa velt því fyrir sér hvort sá, sem kallaður er "ónefndur maður" í tölvupóstskeyti frá ritstjóra Morgunblaðsins sé Davíð Oddsson. Davíð Oddsson sagði að honum þætti gaman að fá þá kveðju, án þess að hann væri nefndur á nafn, sem var í Blaðinu í dag. Þar fjallar leiðarinn, sem skrifaður var af Sigurði G. Guðjónssyni, um að allra brýnast sé nú að Alþingi taki upp á nýtt fjölmiðlafrumvarp. Þetta finnst Davíð merkilegt í ljósi þess að Sigurður hafði heilmikil áhrif á það á sínum tíma að lögum um fjölmiðla var synjað. Sigurður virðist hins vegar nú vera þeirrar skoðunar að það sé allra brýnasta verkefni nú að setja nýtt fjölmiðlafrumvarp og Davíð finnst merkilegt að Sigurður skuli skrifa þennan leiðara á þeim degi sem Davíð hættir störfum. Davíð treystir ráðherrunum sem eftir sitja. Þetta er vel lærður mannskapur sem hefur fengið góða þjálfun. Honum var einnig þakklæti í huga til stjórnarandstöðunnar en hann hefði átt ágæt samskipti við stjórnarandstæðinga. Davíð hlakkar til starfsins í Seðlabankanum. Davíð segir að þó að formaður bankastjórnar Seðlabankans þurfi að glíma við mörg verkefni á hverjum degi hlakki hann til þeirra og vonast til að hann standi sig í starfinu. Nýr ráðherra í ríkisstjórn er Einar K. Guðfinnsson en hann tekur við sjávarútvegsráðuneytinu af Árna Mathiesen, sem tekur við fjármálaráðuneytinu af Geir H. Haarde. Og úr fjármálaráðuneytinu fór Geir H. Haarde í utanríkisráðuneytið og tók þar við lyklunum af Davíð Oddssyni. Davíð Oddsson tekur við starfi seðlabankastjóra eftir þrjár vikur þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson hættir í Seðlabankanum. Hann segist þó verða viðloðandi stjórnmálin fram að landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira