Innlent

Man ekki hvort hún sendi bréfið

Jónína Benediktsdóttir hótaði Jóhannesi Jónssyni í Bónus að birta viðkvæmar upplýsingar um hann, léti hann hana ekki hafa tugi milljóna króna og Audi-bifreið. Jónína segist ekki muna hvort hún hafi sent bréfið. Í bréfinu sem er sent 8. september 2003 segir Jónína frá því að hún sé að skrifa bók með viðkvæmum upplýsingum sem koma eigi út bæði á íslensku og ensku, bók sem aldrei kom út. Í bréfinu fer Jónína hörðum orðum um samskipti sín og Jóhannesar Jónssonar í Bónus og sakar hann um að hafa haft af sér 70 milljónir króna og Audi-bifreið. Aðspurð um hvaða viðkvæmu upplýsingar þetta hafi verið segir Jónína málið þess eðlis að hún ætli ekki að svara því í fjölmiðlum. Hún segist ætla að láta lögfræðinga sína um málið. Hún kveðst þó ekki muna hvort hún hafi skrifað bréfið til Jóhannesar, sem fréttastofa hefur þó séð undirritað af henni. Í bréfinu vísar Jónína til viðkvæmra gagna sem Jón Gerald Sullenberger hafi undir höndum. Aðspurð neitar Jónína ekki að hún hafi fengið greiðslur frá Baugi, en segist hinsvegar ekki reiðurbúin að svara til um það að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×