Innlent

Rafmagnstruflanir á Vesturlandi

Rafmagnslaust er nú í Ólafsvík, á Rifi og Hellissandi eftir að rafmagn fór af Staðarsveitarlínu, Laugagerðislínu og 66 kV línunni Vegamót - Ólafsvík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Í tilkynningu frá RARIK á Vesturlandi kemur fram að dísilvélar hafi verið gangstettar í Ólafsvík og þar sem álag er mikið á kerfið er fólk beðið að fara sparlega með rafmagn til þess að ekki þurfi að skammta rafmagn. Vinnuflokkur Rarik vinnur nú að bilanaleit á 66 kV línunni Vegamót - Ólafsvík, en veður er nú slæmt í Staðarsveit þessa stundina og mjög hvasst á Fróðárheiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×