Innlent

Skutu fjölmörgum eldflaugum á Gasa

Ísraelskar orustuþotur skutu tugum eldflauga á Gasaströndina í morgun með þeim afleiðingum að fjölmargar byggingar, brýr og vegir eyðilögðust. Ekki er enn vitað hversu margir féllu í árásunum. Líklegt þykir að bardagar milli þjóðanna tveggja muni harðna á næstunni þrátt fyrir orð Mahmud Zahar, eins af leiðtogum Hamas-samtaka Palestínumanna, sem tilkynnti í vikunni að samtökin myndu hætta að skjóta eldflaugum á bæi í Ísrael. Hamas hafa skotið tugum eldflauga á ísraelsk þorp við landamæri Gasasvæðisins að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×