Fjórðungur kjósenda óákveðinn 17. september 2005 00:01 Bæði Gerhard Schröder kanslari og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, rufu í gær þá sterku hefð, sem viðgengist hefur í Þýskalandi, að flokkarnir láti eiga sig að stunda kosningabaráttu daginn fyrir kosningar. Allt bendir til þess að afar mjótt verði á munum í þingkosningunum, sem haldnar verða í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 25 prósent kjósenda hins vegar óákveðin, og þess vegna láta stjórnmálamennirnir einskis ófreistað að ná í sem stærstan hluta af þeirri köku fyrir sinn flokk. Bæði Schröder og Merkel héldu í gær til Norðurrínar-Vestfalíu, sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Schröder hélt tuttugu mínútna ræðu fyrir tíu þúsund manna sal í bænum Recklinghausen, þar sem hann kom inn á öll helstu baráttumál sín, ítrekaði andstöðu sína við innrás Bandaríkjanna í Írak og hét því að styrkja enn frekar tengsl Þýskalands við Frakkland og Rússland. Schröder varði einnig umbætur sínar í atvinnumálum og velferðarmálum, en gagnrýndi tillögur Merkels um að ganga enn lengra í umbótum í atvinnumálum og einfalda skattakerfið. Hásri röddu hvatti Schröder trygga stuðningsmenn Jafnaðarmannaflokksins til þess að taka óákveðna kjósendur með sér á kjörstað. "Hugsið um að taka afa og ömmu með ykkur," sagði hann. "En ekki nema þau ætli að kjósa SPD." Merkel útlistaði hugmyndir sínar um að búa til fleiri atvinnutækifæri og hraða efnahagsumbótum fyrir áheyrendum sínum í Bonn. Hún lagði áherslu á að fjöldi atvinnulausra hafi í valdatíð jafnaðarmanna náð fimm milljónum manna. Það sé í fyrsta sinn frá stríðslokum sem atvinnuleysið hafi orðið þetta mikið. Í dag nemi atvinnuleysið 11,4 prósentum. "Kjósið breytingar vegna þess að Þýskaland þarf á framtíð að halda," sagði hún. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að kristilegir demókratar hafi enn vinninginn en jafnaðarmönnum hefur orðið vel ágengt á síðustu vikum við að afla sér fylgis. Erlent Fréttir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Bæði Gerhard Schröder kanslari og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata, rufu í gær þá sterku hefð, sem viðgengist hefur í Þýskalandi, að flokkarnir láti eiga sig að stunda kosningabaráttu daginn fyrir kosningar. Allt bendir til þess að afar mjótt verði á munum í þingkosningunum, sem haldnar verða í dag. Samkvæmt skoðanakönnunum eru 25 prósent kjósenda hins vegar óákveðin, og þess vegna láta stjórnmálamennirnir einskis ófreistað að ná í sem stærstan hluta af þeirri köku fyrir sinn flokk. Bæði Schröder og Merkel héldu í gær til Norðurrínar-Vestfalíu, sem er fjölmennasta sambandsland Þýskalands. Schröder hélt tuttugu mínútna ræðu fyrir tíu þúsund manna sal í bænum Recklinghausen, þar sem hann kom inn á öll helstu baráttumál sín, ítrekaði andstöðu sína við innrás Bandaríkjanna í Írak og hét því að styrkja enn frekar tengsl Þýskalands við Frakkland og Rússland. Schröder varði einnig umbætur sínar í atvinnumálum og velferðarmálum, en gagnrýndi tillögur Merkels um að ganga enn lengra í umbótum í atvinnumálum og einfalda skattakerfið. Hásri röddu hvatti Schröder trygga stuðningsmenn Jafnaðarmannaflokksins til þess að taka óákveðna kjósendur með sér á kjörstað. "Hugsið um að taka afa og ömmu með ykkur," sagði hann. "En ekki nema þau ætli að kjósa SPD." Merkel útlistaði hugmyndir sínar um að búa til fleiri atvinnutækifæri og hraða efnahagsumbótum fyrir áheyrendum sínum í Bonn. Hún lagði áherslu á að fjöldi atvinnulausra hafi í valdatíð jafnaðarmanna náð fimm milljónum manna. Það sé í fyrsta sinn frá stríðslokum sem atvinnuleysið hafi orðið þetta mikið. Í dag nemi atvinnuleysið 11,4 prósentum. "Kjósið breytingar vegna þess að Þýskaland þarf á framtíð að halda," sagði hún. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að kristilegir demókratar hafi enn vinninginn en jafnaðarmönnum hefur orðið vel ágengt á síðustu vikum við að afla sér fylgis.
Erlent Fréttir Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira