Leikjunum lokið í Meistaradeild 14. september 2005 00:01 Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal stal sigrinum gegn Thun á lokamínútunni, en það var Dennis Bergkamp sem skoraði hið mikilvæga mark heimamanna, sem léku allan síðari hálfleikinn manni færri. Ekkert mark var skoraði í leik Villareal og Manchester United, en þar var það Wayne Rooney sem var í sviðsljósinu. Rooney lét reka sig af leikvelli fyrir ógnandi tilburði við dómara leiksins eftir að hafa fengið að líta gula spjaldið og fékk umsvifalaust að líta annað gult og þar með rautt í kjölfarið. Það var ekki eina áfallið fyrir Manchester United í leiknum, því liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í fyrri hálfleik. Arsenal vann góðan sigur á Thun 2-1, en það voru þeir Gilberto og Bergkamp sem skorðu mörk enska liðsins, sem hirti stigin þrjú á elleftu stundu gegn lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Bayern Munchen vann 1-0 útisigur á Rapid Vín og mark Þjóðverjanna skoraði Paolo Guerrero eftir klukkustundar leik. Juventus lagði Club Brugge 2-1á útivelli. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 66. mínútu og þar var að verki Pavel Nedved, en franski framherjinn David Tréséguet bætti við öðru marki tíu mínútum síðar. Það var svo Matondo sem minnkaði muninn fyrir heimaliðið og í blálokin fékk Patrick Vieira að líta rauða spjaldið hjá ítalska liðinu, þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Sparta Prag og Ajax gerðu jafntefli 1-1. Matusovic skoraði fyrir heimamenn á 66. mínútu en Wesley Sneijder jafnaði í blálokin fyrir hollenska liðið. Udinese vann góðan sigur á Panathinaikos á Ítalíu 3-0 og þar fór Vincenzo Iaquinta á kostum og skoraði þrennu, þar af tvö mörk á tveimur mínútum í síðari hálfleiknum. Barcelona lagði Werder Bremen 2-0 í Þýskalandi. Deco kom Barcelona yfir á 13. mínútu og Ronaldinho skoraði svo sigurmarkið úr víti á 77. mínútu. Að lokum vann Benfica dramatískan sigur á Lille frá Frakklandi, þar sem Fabrizio Miccoli skoraði sigurmark Benfica á 90. mínútu. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal stal sigrinum gegn Thun á lokamínútunni, en það var Dennis Bergkamp sem skoraði hið mikilvæga mark heimamanna, sem léku allan síðari hálfleikinn manni færri. Ekkert mark var skoraði í leik Villareal og Manchester United, en þar var það Wayne Rooney sem var í sviðsljósinu. Rooney lét reka sig af leikvelli fyrir ógnandi tilburði við dómara leiksins eftir að hafa fengið að líta gula spjaldið og fékk umsvifalaust að líta annað gult og þar með rautt í kjölfarið. Það var ekki eina áfallið fyrir Manchester United í leiknum, því liðið missti Gabriel Heinze meiddan af velli í fyrri hálfleik. Arsenal vann góðan sigur á Thun 2-1, en það voru þeir Gilberto og Bergkamp sem skorðu mörk enska liðsins, sem hirti stigin þrjú á elleftu stundu gegn lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Bayern Munchen vann 1-0 útisigur á Rapid Vín og mark Þjóðverjanna skoraði Paolo Guerrero eftir klukkustundar leik. Juventus lagði Club Brugge 2-1á útivelli. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 66. mínútu og þar var að verki Pavel Nedved, en franski framherjinn David Tréséguet bætti við öðru marki tíu mínútum síðar. Það var svo Matondo sem minnkaði muninn fyrir heimaliðið og í blálokin fékk Patrick Vieira að líta rauða spjaldið hjá ítalska liðinu, þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Sparta Prag og Ajax gerðu jafntefli 1-1. Matusovic skoraði fyrir heimamenn á 66. mínútu en Wesley Sneijder jafnaði í blálokin fyrir hollenska liðið. Udinese vann góðan sigur á Panathinaikos á Ítalíu 3-0 og þar fór Vincenzo Iaquinta á kostum og skoraði þrennu, þar af tvö mörk á tveimur mínútum í síðari hálfleiknum. Barcelona lagði Werder Bremen 2-0 í Þýskalandi. Deco kom Barcelona yfir á 13. mínútu og Ronaldinho skoraði svo sigurmarkið úr víti á 77. mínútu. Að lokum vann Benfica dramatískan sigur á Lille frá Frakklandi, þar sem Fabrizio Miccoli skoraði sigurmark Benfica á 90. mínútu.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira