Sport

Armstrong íhugar endurkomu

NordicPhotos/GettyImages
Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong segist vera að íhuga að fresta því að hætta keppni í hjólreiðum um eitt ár og útilokar ekki að taka þátt í Tour de France á næsta ári, þó ekki væri nema bara til að nudda því framan í gagnrýnendur sína. Armstrong hefur skipað sér sess sem einn fremsti hjólreiðagarpur sögunnar með því að sigra sjö ár í röð á Tour de France, en það hefur engum öðrum manni tekist áður. "Ég æfi á hverjum degi og ég verð að segja að það kítlar óneitanlega að halda áfram í eitt ár, þó ekki væri til annars en að æsa Frakkana dálítið upp," sagði Armstrong hæðnislega, en hann er fjarri því að vera sáttur við endalausar sögusagnir um að hann hafi neitt ólöglegra lyfja og líkir evrópskum blaðaskrifum um sig sem nornaveiðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×