Helvíti á jörðu 2. september 2005 00:01 Glundroði og gripdeildir hafa einkennt New Orleans-borg síðustu daga. Lögreglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stigamenn fara um ruplandi og rænandi. Óveðrið á mánudaginn var aðeins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálparstarfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome-íþróttaleikvanginum og í ráðstefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðnum hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. "Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk," sagði Tishia Walters, ein hinna bágstöddu, í samtali við CNN. "Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðgað og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn." Þrátt fyrir að yfirvöld hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst talsmaður Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjölfarið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa lagt niður störf á svæðinu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgarinnar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því "mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti." Erlent Fréttir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Glundroði og gripdeildir hafa einkennt New Orleans-borg síðustu daga. Lögreglumenn hafa skilað inn skjöldum sínum á meðan stigamenn fara um ruplandi og rænandi. Óveðrið á mánudaginn var aðeins byrjunin á raunum þeirra sem ekki náðu að flýja New Orleans. Síðustu daga hefur borgin orðið algjöru stjórnleysi að bráð sem yfirvöld hafa átt fullt í fangi með að ná tökum á. Skotið hefur verið á hjálparstarfsmenn sem reynt hafa að bjarga sjúkum og þjáðum. Einna verst hefur ástandið verið við Louisiana Superdome-íþróttaleikvanginum og í ráðstefnumiðstöð New Orleans, þar sem tugþúsundir strandaglópa sitja fastar. Á síðarnefnda staðnum hafði fólkið beðið matar- og drykkjarlaust dögum saman í kæfandi hita innan um rotnandi lík eftir aðstoð. "Hér er hvorki matur né vatn. Þeir skjóta og drepa fólk," sagði Tishia Walters, ein hinna bágstöddu, í samtali við CNN. "Menn eru rændir á klósettunum og konum nauðgað og því kýs fólk að gera þarfir sínar á gólfið. Hér ríkir alger upplausn." Þrátt fyrir að yfirvöld hafi hvatt íbúa borgarinnar til að halda þangað kvaðst talsmaður Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa fyrst frétt af mannsöfnuðinum þar í gær. Í dögun gærdagsins varð mikil sprenging í efnageymum á járnbrautarstöð borgarinnar. Ekki er vitað um manntjón af völdum sprengingarinnar en talsverður eldur kviknaði í kjölfarið og logaði næturhimininn af þeim völdum Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa lagt niður störf á svæðinu. Einn þeirra líkti ástandinu við upplausnina í Sómalíu á sínum tíma þar sem samfélagið hrundi með öllu. Annar sagði glæpamenn bæði fjölmennari og betur vopnaða en lögregluna. Í gær voru svo sjö þúsund þjóðvarðliðar sendir til borgarinnar til þess að stilla til friðar, stöðva gripdeildir og dreifa hjálpargögnum. Steven Blum höfuðsmaður sagði helming þeirra vera nýkominn frá Írak og þeir væru því "mjög vanir í að beita lífshættulegum krafti."
Erlent Fréttir Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira