Eiður sætti sig ekki við jafntefli 2. september 2005 00:01 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning." Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning."
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira