Erlent

Sharon hótar hertum aðgerðum

Ísraelsher mun grípa til "fordæmislausra aðgerða" efni herskáir Palestínumenn til árása á ísraelska hermenn og landtökumenn er landtökubyggðir gyðinga á Gazaströndinni verða rýmdar í næsta mánuði. Við þessu varaði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, í gær, í kjölfar þess að tveir Ísraelar voru drepnir í bíl er skotið var á þá úr launsátri á Gazasvæðinu. Einnig gerðist það í gær að ísraelskir hermenn handtóku mann sem sagður er hafa verið að undirbúa sjálfsmorðssprengjuárás. Ýmsir hópar herskárra Palestínumanna lýstu yfir ábyrgð á skotárásinni á Gaza, þar á meðal Íslamskt Heilagt stríð og Al Aqsa-Píslarvottaherdeildirnar, sem eru tengdar Fatah-flokknum, aðalstjórnarflokki palestínsku heimastjórnarinnar. Herskáir hópar eru að reyna að láta líta út fyrir að Ísraelar séu að hörfa undan árásum palestínskra skæruliða er þeir rýma landtökubyggðirnar, frekar en að rýmingin sé útpælt pólitískt útspil Ísraelsstjórnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×