Vantraust samþykkt á stjórnina 1. júlí 2005 00:01 Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið samþykkti nú í morgun vantrauststillögu á stjórnina með 296 atkvæðum gegn 151. 148 þingmenn sátu hjá. Schröder hafði hvatt þingmenn til að ljá vantrauststillögunni atkvæði sitt svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þingið verði leyst upp og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. Það var dæmt löglegt en það er ljóst að stjórnarskrárdómstóll Þýskalands mun fjalla um mál Schröders nú og fræðilega er mögulegt að dómstóllinn komist að annarri niðurstöðu en forsetinn. Það er þó ljóst að mikill stuðningur er í samfélaginu við að flýta kosningum. SPD, flokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur tapað illa undanfarið í mikilvægum héraðskosningum. Kristilegir demókratar, CDU, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, gætu hæglega skotist upp fyrir sósíaldemókratana og náð völdum. Kristilegir demókratar hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið samþykkti nú í morgun vantrauststillögu á stjórnina með 296 atkvæðum gegn 151. 148 þingmenn sátu hjá. Schröder hafði hvatt þingmenn til að ljá vantrauststillögunni atkvæði sitt svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þingið verði leyst upp og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. Það var dæmt löglegt en það er ljóst að stjórnarskrárdómstóll Þýskalands mun fjalla um mál Schröders nú og fræðilega er mögulegt að dómstóllinn komist að annarri niðurstöðu en forsetinn. Það er þó ljóst að mikill stuðningur er í samfélaginu við að flýta kosningum. SPD, flokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur tapað illa undanfarið í mikilvægum héraðskosningum. Kristilegir demókratar, CDU, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, gætu hæglega skotist upp fyrir sósíaldemókratana og náð völdum. Kristilegir demókratar hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira