Erlent

Prestur og raðmorðingi

Prestur í Kansas í Bandaríkjunum hefur játað að hafa drepið að minnsta kosti tíu manns á árunum 1974 til 1991. Dennis Rader, sem er fyrrum leiðtogi innan lúthersku kirkjunnar og skátaforingi, játaði í upphafi réttarhalda yfir honum en ástæður morðanna sagði hann tengjast kynferðislegum hugarórum sínum. Rader, sem er sextugur að aldri, bað aðstandendur fórnarlamba sinna afsökunar án mikilla undirtekta. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en ekki dauðadóm þar sem dauðarefsingar voru ekki iðkaðar í ríkinu þegar morðin voru framin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×