Sport

Blikastúlkur enn með fullt hús

Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Blikastúlkur völtuðu yfir botnlið ÍA, 6-0 í kvöld og eru með fullt hús eftir 6 umferðir. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Sandra Karlsdóttir skoruðu tvo mörk hvor fyrir Keflavík og þær Casey McCluskey og Erna Björk Sigurðardóttir eitt hvor. ÍBV lagði KR óvænt, 3-2 á Hásteinsvelli í Eyjum þar sem Elín Anna Steinarsdóttir, Suzanne Malone og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir Eyjastúlkur en fyrir KR skoruðu Vauja Stefanovic og Lilja Dögg Valþórsdóttir. Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð þegar FH lá 4-1 á Hlíðarenda. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val og Dóra María Lárusdóttir eitt en Lovísa Erlingsdóttir fyrir FH. Keflavík vann Stjörnuna óvænt 5-2 og var þetta fyrsti sigur nýliðanna í eftir 5 tapleiki í röð. Keflavíkurstúlkur eru nú komnar með 6 stig í 6. sæti deildarinnar. Nína Kristinsdóttir, Ágúst Heiðdal, Hrefna Guðmundsóttir, Vesna Smiljkovic og Ólöf Helgadóttir skoruðu mörk Keflvíkinga. Fyrir Stjörnuna skoruðu Björk Gunnarsdóttir og Anna Margrét Gunnarsdóttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×