Erlent

Vill neyðarfund um framtíð ESB

Jacques Chirac Frakklandsforseti fór fram á það í dag að haldinn yrði sérstakur neyðarfundur um framtíð Evrópusambandsins í ljósi þess vanda sem upp er kominn vegna þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins. Á fundi með öðrum leiðtogum ESB í Brussel í dag sagði Chirac að nauðsynlegt væri að ræða hvernig brúa mætti bilið milli sambandsins og almennings í álfunni. Hann sagði þó ekki hvar eða hvenær slíkur fundur ætti að fara fram. Þá lagði Chirac áherslu á að höfnun Frakka boðaði ekki endalok stjórnarskrárinnar og viðurkenndi að í þjóðaratvkæaðgreiðslunni hefðu Frakkar að hluta til verið að refsa ríkisstjórninni heima fyrir. Þá undirstrikaði hann mikilvægi þess að Evrópusambandið virti meira helstu áhyggjuefni almennings, eins og atvinnuleysi og straum ólöglegra innflytjenda til landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×