Erlent

Sprengjutilræði í Sofíu

Sex slösuðust þegar sprengja sprakk undir bíl í úthverfi Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, í dag. Talsmaður innanríkisráðuneytis Búlgaríu sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að ekki væri ljóst hver stæði á bak við tilræðið en hann taldi ólíklegt að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Deilur milli glæpaklíkna, sem eru atkvæðamiklar í landinu, eru sagðar hafa kostað fjölda fólks lífið undanfarið ár en tilræðum sem þessum hefur verið beitt í átökunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×