Erlent

Gripu samstarfsmann al-Zarqawis

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði handsamað háttsettan samstarfsmann Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak, nærri Mósúl. Mohammed Khalif Shaiker, sem einnig gengur undir nafninu emírinn af Mósúl, var handtekinn á þriðjudaginn var eftir að íbúar í Mósúl höfðu vísað á hann. Hann veitti litla mótspyrnu við handtökuna að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Bandaríkjamenn telja þetta mikið áfall fyrir al-Qaida í Írak en samtökin eru talin bera ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu undanfarin misseri. Hersveitir í Írak hafa að undanförnu handtekið nokkra af samstarfsmönnum al-Zarqawis og segja yfirvöld hringinn í kringum leiðtogann þrengjast ört.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×