Erlent

Allharður skjálfti í Kaliforníu

Jarðskjálfti upp á sjö á Richter varð skammt undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum í nótt. Hvorki hafa borist fregnir af skaða á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Strax í kjölfar skjálftans var gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið allt frá Mexikóflóa og alla leið að landamærum Kanada en viðvörunin var svo afturkölluð nú í morgunsárið. Mikil ringulreið greip um sig meðal fólks smábæjum nærri upptökum skjálftans og að sögn lögreglu á svæðinu voru margir skelfingu lostnir þegar almannavarnir fóru af stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×