Lífið

Rjómaslettur flugu á Lækjartorgi

Rjómasletturnar flugu í allar áttir á Lækjartorgi um hádegisbilið í dag þegar komið var að ögurstundu hjá Strákunum á Stöð 2. Þeir ákváðu að gefa öllum þeim sem töldu sig eiga harma að hefna - og reyndar öðrum eins og handboltalandsliðinu - kost á að hefna sín með rjómatertukasti. Piltarnir þrír, Sveppi, Auddi og Pétur Jóhann, stóðu stjarfir á miðju torginu meðan skarar fólks grýttu rjómatertum og eggjum af miklu kappi. Áður en yfir lauk stóðu piltarnir upp að hnjám í rjómabaði og nærstaddir fóru ekki varhluta af slettunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.