Erlent

Meiri kjörsókn en fyrir 13 árum

Um tíu milljónir Frakka höfðu um hádegi greitt atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins en það er um fjórðungur þeirra sem eru á kjörskrá. Segja frönsk blöð að það sé tæplega fimm prósentustigum fleiri en kosið höfðu á sama tíma um Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992. Frekari fréttir af kjörsókn hafa ekki borist en búast má við útgönguspám um leið og síðustu kjörstöðum verður lokað í París og Lyon klukkan átta að íslenskum tíma, en alls staðar annars staðar verður kjörstöðum lokað tveimur tímum fyrr. Skoðanakannanir benda til að þeir muni hafna stjórnarskránni, þótt mjótt verði á munum, en búist er tilkynningu frá innanríkisráðherra Frakklands um niðurstöður kosninganna fyrir miðnætti í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×