Erlent

Reykingabann í Belgíu 2007

Reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Belgíu árið 2007 ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra landsins hyggst leggja fram nær fram að ganga. Heilbrigðisráðuneytið í Belgíu staðfesti við fjölmiðla í dag að líklegt væri að samkomulag næðist um frumvarpið á mánudag og tekur reykingabannið þá gildi um áramótin 2006-2007. Belgar fylgja því væntanlega í fótspor Íra, Norðmanna, Maltverja og Ítala sem þegar hafa bannað reykingar á veitingastöðum en lögin í Belgíu munu þó ekki ná til kráa og kaffihúsa eins í hinum löndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×