Erlent

Annan kynnir sér ástandið í Darfur

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Súdans í þriggja daga heimsókn en þar hyggst hann kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði. Þar hafa að minnsta kosti 180 þúsund manns látist og tvær milljónir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka uppreisnarmanna og arabískra vígamanna sem staðið hafa í rúm tvö ár. Til Súdans kom hann frá Eþíópíu þar sem hann stjórnaði fjárölfunarráðstefnu fyrir Darfur-hérað, en þar hétu fulltrúar alls þrjú hundruð milljónum dollara til að styrkja friðargæslu Afríkuráðsins í héraðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×