Erlent

Rannsaka lát fanga í Abu Ghraib

Bandaríkjaher hefur hafið rannsókn á dauða íraksk fanga sem var skotinn til bana í Abu Ghraib fangelsinu í nótt. Í tilkynningu frá hernum kemur ekki fram hver aðdragandi málsins hafi verið en að fanginn hafi látist af sárum sínum á sjúkradeild fangelsisins og að unnið sé að rannsókn málsins. Abu Ghraib fangelsið varð þekkt um allan heim í fyrra þegar myndir af því þegar bandarískir hermenn pyntuðu og niðurlægðu fanga þar voru birtar í fjölmiðlum, en þær vöktu gríðarlega reiði og hafa nokkrir hermenn þegar verið dregnir fyrir herrétt vegna þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×