Erlent

Bóluefni þróað gegn fuglaflensu

MYND/Reuters
Kínverjar segjast hafa þróað bóluefni gegn fuglaflensu, bæði í fuglum og spendýrum. Samkvæmt kínverskum sérfræðingi er virkni bóluefnisins hundrað prósent og þegar hefur bóluefni verið sent til þeirra héraða þar sem flensan hefur verið skæðust. Samkvæmt fréttum frá Kína kemur bóluefnið líka í veg fyrir að flensan smitist á milli farfugla og staðbundinna fugla. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim óttast hins vegar ennþá að fuglaflensan eigi eftir að breiðast út og verða að heimsfaraldri, veiran eigi eftir að stökkkbreytast og verða jafnvel eins skæð og sú sem olli spænsku veikinni sem lagði á milli tuttugu og fjörutíu milljónir manna að velli árið 1918.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×