Erlent

Fleiri Palestínumenn deyja

Í ársskýrslu Amnesty kemur fram að ísraelskar hersveitir hafi fellt að minnsta kosti 700 Palestínumenn á síðasta ári og þar af að minnsta kosti 150 börn. Í skýrslunni segir að lunginn af þessu mannfalli hafi orðið í gálausum skotárásum og loftárásum á íbúðabyggðir óbreyttra borgara. Þá kemur einnig fram að palestínskir uppreisnarhópar hafi orðið 109 Ísraelum að aldurtila árið 2004, þar af 67 óbreyttum borgurum og átta börnum. Jóhanna Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi segir tölurnar í ársskýrslunni byggja á staðfestum fréttum frá frjálsum félagasamtökum sem og opinberum tölum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×