Erlent

Sprenging í Madríd

Bílsprengja sprakk í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Fregnir af þessu eru enn mjög takmarkaðar en samkvæmt lögreglu er þó staðfest að einn hafi særst. Sprengjan sprakk þremur stundarfjórðungum eftir að basknesku dagblaði barst tilkynning í nafni ETA, samtökum aðskilnaðarsinnaðra Baska Átta dagar eru síðan spænska þingið heimilaði ríkisstjórninni að hefja friðarviðræður við ETA, að því gefnu að þeir létu af vopnaðri baráttu sinni. Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fordæmdi sprenginguna í morgun og sagði ETA eiga þann kost einan að leggja niður vopn. Sem kunnugt er fórust tugir þegar hryðjuverkamenn sprengdu sprengjur á lestarstöðvum í Madríd 11. mars í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×