Erlent

Kalam kemur í heimsókn

Dr. A.P.J. Abdul Kalam, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands á sunnudaginn kemur og mun dvelja hér til 1. júní. Á meðan á dvölinni stendur mun hann undirrita loftferðasamning fyrir hönd lands síns við Ísland en auk þess hyggst hann heimsækja hérlendar menntastofnanir. Kalam er múslimi sem fæddist árið 1931 í Tamil Nadu-héraðinu á sunnanverðu Indlandi. Hann er flugvélaverkfræðingur að mennt en starfaði lengstum að þróun eldflauga. Hann er af mörgum talinn faðir indversku kjarnorkusprengjunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×