Líka pyntingar í Afganistan? 21. maí 2005 00:01 Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið The New York Times birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins. Hingað til hafa fréttir borist af pyntingum bandarískra hermanna á föngum í Írak og er skemmst að minnast misþyrminganna í Abu Graib fangelsinu þar í landi. Nú hafa hins vegar spurningar vaknað um framferði bandarískra hermanna gagnvart stríðsföngum í Afganistan en hundruð Afgana voru handteknar í kjölfar innrásar bandamanna þegar talíbana-stjórninni var steypt af stóli síðla ársins 2001. Samkvæmt tvö þúsund síðna leyniskýrslu bandaríkjahers, sem vitnað er í í The New York Times, leikur grunur á að bandarískir hermenn tengist dauða tveggja Afgana sem voru í haldi í Bagram, aðalherstöð bandaríkjahers, skammt frá höfuðborginni Kabúl, í desember árið 2002. Blaðið greinir frá því að annar mannanna, sem var 22 ára afganskur leigubílstjóri, hafi svo dögum skiptir sætt miklum barsmíðum og spörkum í fótleggi af hálfu fangavarða og hafi verið hlekkjaður á handleggjunum við loft fangaklefans. Bandaríkjaher hefur opinberlega staðfest dauða mannanna og kunna tæplega þrjátíu hermenn að eiga yfir höfði sér ákæru í tengslum við málið. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur brugðist harkalega við fréttum af pyntingunum á afgönsku stríðsföngunum og krefst þess að bandarísk stjórnvöld grípi til harðra aðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á verknaðinum. Karzai er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og segist hann ætla að ræða málið við George Bush forseta á fundi þeirra á mánudag. Erlent Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið The New York Times birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins. Hingað til hafa fréttir borist af pyntingum bandarískra hermanna á föngum í Írak og er skemmst að minnast misþyrminganna í Abu Graib fangelsinu þar í landi. Nú hafa hins vegar spurningar vaknað um framferði bandarískra hermanna gagnvart stríðsföngum í Afganistan en hundruð Afgana voru handteknar í kjölfar innrásar bandamanna þegar talíbana-stjórninni var steypt af stóli síðla ársins 2001. Samkvæmt tvö þúsund síðna leyniskýrslu bandaríkjahers, sem vitnað er í í The New York Times, leikur grunur á að bandarískir hermenn tengist dauða tveggja Afgana sem voru í haldi í Bagram, aðalherstöð bandaríkjahers, skammt frá höfuðborginni Kabúl, í desember árið 2002. Blaðið greinir frá því að annar mannanna, sem var 22 ára afganskur leigubílstjóri, hafi svo dögum skiptir sætt miklum barsmíðum og spörkum í fótleggi af hálfu fangavarða og hafi verið hlekkjaður á handleggjunum við loft fangaklefans. Bandaríkjaher hefur opinberlega staðfest dauða mannanna og kunna tæplega þrjátíu hermenn að eiga yfir höfði sér ákæru í tengslum við málið. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur brugðist harkalega við fréttum af pyntingunum á afgönsku stríðsföngunum og krefst þess að bandarísk stjórnvöld grípi til harðra aðgerða gegn þeim sem bera ábyrgð á verknaðinum. Karzai er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og segist hann ætla að ræða málið við George Bush forseta á fundi þeirra á mánudag.
Erlent Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira