Trommari með Texas-hatt 19. maí 2005 00:01 "Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld. Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld.
Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira