Erlent

Heimsókn á Kínamúrinn

Forsetahjónin heimsóttu Kínamúrinn í morgun og gengu nokkurn spöl eftir honum í fallegu veðri. Múrinn er alls um 6700 kílómetrar að lengd og talið eitt mesta mannvirki heims. Múrinn á sér 2000 ára gamla sögu en mestur hluti hans sem enn stendur var reistur á 15. öld á tímum Ming keisaraveldisins. Ólafur Ragnar sagði meðal annars að múrinn væri til vitnis um það að Kínverjar hugsa í löngum tímaskeiðum og að þjóð sem byggði svona mannvirki yxi heldur ekki i augum að standa að þeirri uppbyggingu sem nú má sjá í landinu. Hann sagði að þegar hugsað væri til þess hversu mikið afrek múrinn var á sínum tíma þá skildi maður enn betur agann í Kína. Hann væri ekki nýr. Dorrit Moussaieff, sem kom með flugi frá Los Angeles í nótt til móts við bónda sinn, upplýsti fréttamenn um að hún hefði komið til Kína sem ung kona snemma á áttunda áratugnum og tekið þátt í uppgreftri leirhermannanna í Xian.
MYND/Hallgr.Thorst
MYND/Hallgr.Thorst
MYND/Hallgr.Thorst
MYND/Hallgr.Thorst



Fleiri fréttir

Sjá meira


×