Erlent

Segjast hafa rænt bílstjórum

Írakskur uppreisnarhópur greindi frá því í dag að hann hefði rænt tveimur bílstjórum og hótar að drepa þá hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi í landinu innan sólarhrings. Sjónvarpsstöðin Al Arabiya sýndi í dag myndband sem stöðinni barst, en á því voru mennirnir tveir ásamt hópi hettuklæddra manna sem beindu m.a. byssu að höfði annars mannanna. Vitað er að annar gíslanna er Palestínumaður en þjóðerni hins er óljóst en uppreisnarmennirnir segja þá vinna fyrir erlent fyrirtæki í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×