Erlent

Bílsprengjuárás á írakska lögreglu

Að minnsta kosti fjórir létust í árás á írakska lögreglu í miðborg Bagdad í dag. Sjálfsmorðsárásarmaður ók bíl sínum að lögreglumönnum á eftirlitsferð í miðborginni og sprengdi hann í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá bárust fregnir af því að níu bandarískir hermenn hefðu fallið í stórskotaárás á uppreisnarmenn í Anbar-héraði, nærri landamærum Sýrlands, sem staðið hefur í viku. Hundrað uppreisnarmenn eru sagðir hafa fallið í þeim átökum. Með áhlaupinu reyna Bandaríkjamenn að stöðva sjálfsmorðsárásir uppreisnarmanna sem hafa hert aðgerðir sínar í kjölfar þess að ný ríkisstjórn var mynduð í Írak í lok apríl, en alls hafa rúmlega 400 manns fallið í árásum uppreisnarmanna síðustu vikurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×