Erlent

Fundu tólf tonn af kókaíni

Kólumbísk yfirvöld hafa lagt hald á tólf tonn af kókaíni síðustu daga í samræmdum aðgerðum sjóhers og lögreglu gegn útlögum í hægriöfgasinnaðri hersveit, en efnið hafði verið falið á bökkum árinnar Miru í suðurhluta landins. Þá handtóku lögreglumenn fimm menn og lögðu hald á níu riffla, fjarskiptatæki og átta báta í aðgerðunum sem lauk snemma í morgun. Talið er að andvirði kókaínsins sem fannst sé 300 milljónir dollara sem jafngildir hátt í 20 milljörðum íslenskra króna, en þetta er mesta magn kókaíns sem hald hefur verið lagt á í Kólumbíu í fimm ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×