Erlent

Abbas vill fresta kosningum

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu. Abbas segir að rétt sé að fresta kosningunum, sem eru fyrirhugaðar 17. júlí, til haustsins þegar brottflutningi Ísraela frá Gaza-ströndinni er lokið. Stjórnmálaskýrendur telja hins vegar tillögu Abbas helgast af því að Hamas hefur sótt verulega í sig veðrið, eins og sást í sveitarstjórnarkosningum á sjálfstjórnarsvæðunum á dögunum, og því vilji hann kaupa sér tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×