Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar Pjetur Sigurðsson skrifar 12. maí 2005 08:00 Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur Eurovision Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur
Eurovision Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira