Erlent

Svíar fá flesta launaða frídaga

Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. Næstflestir eru frídagarnir í Þýskalandi, eða rétt tæplega þrjátíu. Vinnandi fólk á Kýpur fær hins vegar ekki nema tuttugu launaða frídaga á ári að jafnaði sem er það minnsta í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×