Erlent

Mannskætt rútuslys í Perú

Þrjátíu og sjö létust og sautján slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gil í Andesfjöllum í Perú í gær. Yfirvöld hafa ekki greint frá ástæðum slyssins en þeir sem komust af segja að erfið skilyrði, rigning og þoka, hafi valdið því að bílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún steyptist ofan í 300 metra djúpt gilið. Hundruð látast árlega í rútuslysum í landinu og er hættulegum vegum og lélegum farartækjum m.a. kennt um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×