Erlent

Rokktónleikar á Kúbu

Þúsundir Kúbverja mættu á tónleika í Havana á Kúbu á föstudagskvöldið til að hlýða á bandarísku rokkhljómsveitina Audioslave. Tónleikarnir voru haldnir á á Andheimsvaldastefnutorginu í miðborginni en það var á sínum tíma gert fyrir fjöldafundi gegn Bandaríkjunum. Ríkisstjórnir beggja landanna gáfu hins vegar leyfi fyrir tónleikahaldinu. Kúbversk stjórnvöld litu rokktónlist lengi vel hornauga en nú er öldin önnur. Fyrir fjórum árum hélt til dæmis breska sveitin Manic Street Preachers tónleika á Kúbu og þá sat Fidel Castro á fremsta bekk. Hann var þó ekki á Audioslavetónleikunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×