Erlent

Illa farið með útlenskar konur

Allmörg dæmi eru um í Noregi að taílenskar konur sem giftast norskum mönnum eru þvingaðar í vændi þangað til þeim er hent út að lokum. Dagblaðið Verdens Gang greinir frá einu tilfelli þar sem maður lét taílenska eiginkonu sína afla fjár með vændi í tíu ár til að borga fyrir íbúð hans og bíl. Að þeim tíma loknum skildi hann við hana því hann gat ekki hugsað sér að búa með "hóru". Hún missti allt, þar á meðal umgengnisrétt við börnin sín þar sem hún gat ekki sýnt fram á að hún gæti séð fyrir þeim. Á síðasta ári fluttu 935 konur frá Taílandi til að giftast norskum mönnum en á sama tíma komu 148 taílenskar konur í kvennaathvarfið í Osló.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×