Áfall fyrir Blair 6. maí 2005 00:01 Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Úrslit þingkosninganna í nótt eru nokkuð áfall fyrir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem það gerist að breski Verkamannaflokkurinn vinnur þrjár kosningar í röð en flokkurinn tapaði engu að síður miklu fylgi og mörgum þingmönnum. Þetta er ekki alveg sú afmælisgjöf sem Tony Blair hafði óskað sér frá bresku þjóðinni í dag, á fimmtugasta og öðrum afmælisdegi sínum. Fólk var varla vaknað í Bretlandi í morgun þegar samflokksmenn Blairs byrjuðu að koma fram í sjónvarpi og krefjast þess, í ljósi úrslitanna, að hann hætti sem forsætisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra taki við stjórnartaumunum. Flokkurinn hlaut 36% atkvæða, sex prósentum minna en síðast og aðeins þremur prósentum meira en Íhaldsflokkurinn sem fékk 33% atkvæða og stendur í stað frá síðustu kosningum. Frjálslyndir demókratar bættu hins vegar við sig fjórum prósentum og fengu atkvæði tuttugu og þriggja prósenta Breta. Vegna breska kosningakerfisins, einmenningskjördæmanna, þá fá flokkarnir ekki þingmenn í samræmi við prósentuhlutfall sitt á landsvísu. Af því leiðir að Verkamannaflokkurinn er með mun fleiri þingmenn en Íhaldsflokkurinn og heldur um 64 sæta meirihluta. Í sögulegu samhengi eru úrslitin bara nokkuð góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn sem aldrei áður hefur farið með völdin í Bretlandi þrjú kjörtímabil í röð. Hins vegar er þessi litli meirihluti áfall. Flokkurinn var með 161 sæta meirihluta síðasta kjörtímabil og var í aðdraganda kosninganna spáð um hundrað sæta meirihluta. 64 sæta meirihluti er á mörkum þess að vera ásættanlegur fyrir flokkinn sem að jafnaði þarf að glíma við um fimmtíu þingmenn innan eigin raða sem ekki kjósa eftir flokkslínunni. Þetta þýðir að Blair mun eiga erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegnum breska þingið. Þetta þýðir einnig að þess verður ekki lengi að bíða að Blair standi upp úr forsætisráðherrastólnum og víki fyrir Gordon Brown. Hefði kosningasigur Blairs orðið meira afgerandi hefði honum verið stætt á því að sitja, jafnvel út þetta kjörtímabil. En vegna þessara úrslita, þó söguleg séu, þá eru pólitískir dagar Tony Blairs brátt taldir.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira