Erlent

Gripu Sáda á leið til Íraks

Sýrlensk stjónvöld hafa 137 Sáda í haldi sem reyndu að komast inn í Írak í gegnum Sýrland. Þetta hefur sádi-arabíska dagblaðið Al-Watan eftir ónefndum heimildarmönnum í Sýrlandi. Mennirnir eru grunaðir um hafa haft í hyggju að slást í lið með uppreisnarmönnum í Írak sem herjað hafa á her og borgara undanfarnar vikur. Yfirvöld í Sýrlandi og Sádi-Arabíu hafa ekki tjáð sig um málið, en öfgamenn úr röðum múslíma í Sádi-Arabíu hafa hvatt Sáda til að laumast yfir til Íraks og berjast gegn hersetuveldunum þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×