Enn getur brugðið til beggja vona 29. apríl 2005 00:01 Það er kannski táknrænt að fyrsta lýðræðislega kjörna stjórn Íraka í hálfa öld skuli hafa hlotið blessun þingsins á 68 ára afmælisdegi Saddams Hussein því hún endurspeglar betur en margt annað þann þjóðarklofning sem 35 ára valdatíð hans skilur eftir sig. Þótt skipan ríkisstjórnarinnar sé mikilvægt skref í átt til friðar getur hún ef ekki verður haldið rétt á spöðunum orðið til þess að dýpka gjána milli þjóðarbrotanna í landinu enn frekar. Höggvið á hnútinn Stjórnarkreppan í Írak hefur tekið þrjá langa mánuði. Á þessu tímabili hefur óþreyja almennings aukist og uppreisnarmenn sótt í sig veðrið þannig að þær bjartsýnisraddir sem heyrðust að loknum kosningunum í janúar hafa smám saman hljóðnað. Á fimmtudaginn samþykkti hins vegar stjórnlagaþing landsins ráðherralista Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra með 180 atkvæðum gegn fimm. Raunar voru níutíu þingmenn fjarverandi, margir hverjir úr flokki Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra, en sú fylking fékk engin ráðherraembætti þrátt fyrir að hafa vegnað bærilega í kosningunum. Í ríkisstjórninni eru fimmtán sjíar, sjö Kúrdar, fjórir súnníar og einn kristinn maður. Sex ráðherranna eru konur. Al-Jaafari lætur í minni pokann Al-Jaafari hafði lagt upp með að ríkisstjórn sín endurspeglaði frekar samsetningu þjóðarinnar en úrslit janúarkosninganna. Sú afstaða hlýtur að teljast skynsamleg í ljósi þess að stærstur hluti uppreisnarmanna í Írak er súnníar en sá þjóðfélagshópur sniðgekk jafnframt kosningarnar. Því gefur auga leið að útskúfun þeirra úr stjórnmálalífinu myndi auka enn frekar á ólguna í landinu. Því miður tókst al-Jaafari ekki að fylgja þessari hugsjón sinni eftir. Súnníum hafði verið lofað sjö ráðuneytum en fengu aðeins fjögur í sinn hlut, öll fremur veigalítil eins og ferðamálaráðuneytið er dæmi um. Þeir sem á endanum fengu ráðherrastóla eru ólíklegir til að geta talað trúbræður sína úr hópi uppreisnarmanna til. Einn þeirra er 79 ára gamall listmálari. Al-Jaafari vildi að embætti olíumálaráðherra- og varnarmála gengju til súnnía en félagar hans úr hópi sjía gátu ekki fellt sig við neinn af þeim frambjóðendum sem stungið var upp á vegna meintra tengsla við Baath-flokk Saddams. Því tók al-Jaafari sjálfur að sér varnarmálaráðuneytið en Ahmed Chalabi gegnir embætti olíumálaráðherra til bráðabirgða auk þess að vera einn af varaforsætisráðherrunum. Súnníar verða að fá embætti Ef ekki tekst á næstu dögum að koma fleiri súnníum í alvöru embætti í ríkisstjórninni, þar á meðal í stól varaforsætisráðherra, er mikil hætta á að ástandið í landinu versni enn frekar. Margir þeirra sem standa fyrir skæruhernaði og hermdarverkum í landinu eru súnníar sem eru óánægðir með hvernig hagur þeirra hefur versnað undanfarin tvö ár. Þeir munu berjast af enn meiri þrótti og styrkja þá sem vilja berjast gegn ríkisstjórn sem þeir telja vera bandalag Kúrda og sjía gegn sér. Við þetta bætist það óöryggi sem margir súnníar telja sig búa við eftir að her- og lögreglusveitir landsins voru hreinsaðar af fyrrverandi meðlimum Baath-flokksins, sem vitaskuld voru súnníar. Í stað þess að fá innanríkisráðherrastólinn í sinn hlut hefur sjíinn Bayan Jabr verið skipaður í það embætti. Hann er háttsettur félagi í Íslamska byltingarráðinu í Írak (SCIRI) og hefur stýrt herdeildum þess, Badr-sveitunum. Súnníar óttast að sveitirnar verði færðar undir verndarvæng innanríkisráðuneytisins og notaðar til að halda þeim í skefjum. Erfitt framundan Sú staðreynd að mikilvæg ráðuneyti á borð við varnar-, olíu- og rafmagnsmál eru ennþá ráðherralaus mun auk þess gera það að verkum að stjórninni mun ganga verr að sinna uppbyggingarstarfi í landinu. Enn er öryggisástandið svo ótryggt að ekki hefur tekist að nýta nema fjórðung af þeim 1.110 milljörðum króna sem Bandaríkjamenn hafa lofað til uppbyggingar. Rafmagns- og olíuframleiðsla er talsvert minni en hún var fyrir ári síðan og ennþá er nánast annar hver Íraki atvinnulaus. Vísast munu helstu nágrannar Íraka, upp til hópa súnní-arabar, einnig líta nýju ríkisstjórnina hornauga ef hún er nær eingöngu skipuð Kúrdum og sjíum. Framundan er mikið verk við samningu stjórnarskrár sem verður að vera lokið um miðjan ágúst svo að Írakar geti greitt um hana atkvæði í október. Þar verða mörg erfið mál tekin til úrlausnar, til dæmis staða Kúrdistans og hlutverk íslams í samfélaginu. Deilurnar um ríkisstjórnina og niðurstöður þeirra ættu að gefa Ibrahim al-Jaafari nokkra hugmynd um hvílík þrautaganga er í vændum. Erlent Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira
Það er kannski táknrænt að fyrsta lýðræðislega kjörna stjórn Íraka í hálfa öld skuli hafa hlotið blessun þingsins á 68 ára afmælisdegi Saddams Hussein því hún endurspeglar betur en margt annað þann þjóðarklofning sem 35 ára valdatíð hans skilur eftir sig. Þótt skipan ríkisstjórnarinnar sé mikilvægt skref í átt til friðar getur hún ef ekki verður haldið rétt á spöðunum orðið til þess að dýpka gjána milli þjóðarbrotanna í landinu enn frekar. Höggvið á hnútinn Stjórnarkreppan í Írak hefur tekið þrjá langa mánuði. Á þessu tímabili hefur óþreyja almennings aukist og uppreisnarmenn sótt í sig veðrið þannig að þær bjartsýnisraddir sem heyrðust að loknum kosningunum í janúar hafa smám saman hljóðnað. Á fimmtudaginn samþykkti hins vegar stjórnlagaþing landsins ráðherralista Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra með 180 atkvæðum gegn fimm. Raunar voru níutíu þingmenn fjarverandi, margir hverjir úr flokki Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra, en sú fylking fékk engin ráðherraembætti þrátt fyrir að hafa vegnað bærilega í kosningunum. Í ríkisstjórninni eru fimmtán sjíar, sjö Kúrdar, fjórir súnníar og einn kristinn maður. Sex ráðherranna eru konur. Al-Jaafari lætur í minni pokann Al-Jaafari hafði lagt upp með að ríkisstjórn sín endurspeglaði frekar samsetningu þjóðarinnar en úrslit janúarkosninganna. Sú afstaða hlýtur að teljast skynsamleg í ljósi þess að stærstur hluti uppreisnarmanna í Írak er súnníar en sá þjóðfélagshópur sniðgekk jafnframt kosningarnar. Því gefur auga leið að útskúfun þeirra úr stjórnmálalífinu myndi auka enn frekar á ólguna í landinu. Því miður tókst al-Jaafari ekki að fylgja þessari hugsjón sinni eftir. Súnníum hafði verið lofað sjö ráðuneytum en fengu aðeins fjögur í sinn hlut, öll fremur veigalítil eins og ferðamálaráðuneytið er dæmi um. Þeir sem á endanum fengu ráðherrastóla eru ólíklegir til að geta talað trúbræður sína úr hópi uppreisnarmanna til. Einn þeirra er 79 ára gamall listmálari. Al-Jaafari vildi að embætti olíumálaráðherra- og varnarmála gengju til súnnía en félagar hans úr hópi sjía gátu ekki fellt sig við neinn af þeim frambjóðendum sem stungið var upp á vegna meintra tengsla við Baath-flokk Saddams. Því tók al-Jaafari sjálfur að sér varnarmálaráðuneytið en Ahmed Chalabi gegnir embætti olíumálaráðherra til bráðabirgða auk þess að vera einn af varaforsætisráðherrunum. Súnníar verða að fá embætti Ef ekki tekst á næstu dögum að koma fleiri súnníum í alvöru embætti í ríkisstjórninni, þar á meðal í stól varaforsætisráðherra, er mikil hætta á að ástandið í landinu versni enn frekar. Margir þeirra sem standa fyrir skæruhernaði og hermdarverkum í landinu eru súnníar sem eru óánægðir með hvernig hagur þeirra hefur versnað undanfarin tvö ár. Þeir munu berjast af enn meiri þrótti og styrkja þá sem vilja berjast gegn ríkisstjórn sem þeir telja vera bandalag Kúrda og sjía gegn sér. Við þetta bætist það óöryggi sem margir súnníar telja sig búa við eftir að her- og lögreglusveitir landsins voru hreinsaðar af fyrrverandi meðlimum Baath-flokksins, sem vitaskuld voru súnníar. Í stað þess að fá innanríkisráðherrastólinn í sinn hlut hefur sjíinn Bayan Jabr verið skipaður í það embætti. Hann er háttsettur félagi í Íslamska byltingarráðinu í Írak (SCIRI) og hefur stýrt herdeildum þess, Badr-sveitunum. Súnníar óttast að sveitirnar verði færðar undir verndarvæng innanríkisráðuneytisins og notaðar til að halda þeim í skefjum. Erfitt framundan Sú staðreynd að mikilvæg ráðuneyti á borð við varnar-, olíu- og rafmagnsmál eru ennþá ráðherralaus mun auk þess gera það að verkum að stjórninni mun ganga verr að sinna uppbyggingarstarfi í landinu. Enn er öryggisástandið svo ótryggt að ekki hefur tekist að nýta nema fjórðung af þeim 1.110 milljörðum króna sem Bandaríkjamenn hafa lofað til uppbyggingar. Rafmagns- og olíuframleiðsla er talsvert minni en hún var fyrir ári síðan og ennþá er nánast annar hver Íraki atvinnulaus. Vísast munu helstu nágrannar Íraka, upp til hópa súnní-arabar, einnig líta nýju ríkisstjórnina hornauga ef hún er nær eingöngu skipuð Kúrdum og sjíum. Framundan er mikið verk við samningu stjórnarskrár sem verður að vera lokið um miðjan ágúst svo að Írakar geti greitt um hana atkvæði í október. Þar verða mörg erfið mál tekin til úrlausnar, til dæmis staða Kúrdistans og hlutverk íslams í samfélaginu. Deilurnar um ríkisstjórnina og niðurstöður þeirra ættu að gefa Ibrahim al-Jaafari nokkra hugmynd um hvílík þrautaganga er í vændum.
Erlent Fréttir Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Sjá meira