Kjartan biðst afsökunar 28. apríl 2005 00:01 Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs. Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, hefur beðið Heimi Ríkarðsson, fyrrum þjálfara félagsins afsökunar á ummælum sínum í garð hans á dögunum, þar sem hann vændi Ríkarð um að bera út kjaftasögur. Málavextir eru þannig að þegar Heimir var rekinn frá Fram sagði hann eina ástæðuna fyrir brottrekstrinum vera þá að stjórn handknattleiksdeildar hefði fengið mjög freistandi tilboð sem hún átti erfitt með að hafna. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið 21. apríl síðastliðinn og bætti við að þessi maður væri Tryggvi Tryggvason, fyrrum gjaldkeri handknattleiksdeildar og góðvinur Guðmundar. Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir Kjartan sama dag, og hann svaraði svona: "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun". Þessi ummæli Kjartans fóru ekki vel í Heimi því formaðurinn segir að með þessu sé Heimir að búa til kjaftasögur og þar með að ljúga. Heimir fór í kjölfarið fram á það við Kjartan að hann bæðist afsökunar á þessum ummælum og það gerði Kjartan loksins í gær. "Hann bað mig afsökunar á ummælum sínum bæði munnlega og skriflega," sagði Heimir við Fréttablaðið. "Ég er mjög ánægður að hann skuli gera þetta og sé maður til þess að biðjast afsökunar. Ég sætti mig ekki við að því væri haldið fram að ég væri að búa til kjaftasögur því ég var ekki að gera það. Ég stend fyllilega við það sem ég sagði og að hann skuli biðja mig afsökunar undirstrikar að ég sagði satt frá." Það var ekki bara Heimir sem var ósáttur við þessi ummæli Kjartans heldur urðu leikmenn og yngri flokka þjálfarar félagsins reiðir og þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir: "Við undirritaðir lýsum yfir óánægju okkar með aðgerðir stjórnar Handknattleiksdeildar Fram í tengslum við uppsögn á samningi Heimis Ríkarðssonar og atburði liðinna daga. Stjórnin hefur ekki komið hreint fram í samskiptum við hlutaðeigandi aðila né fjölmiðla." Leikmenn sættust nokkrum dögum síðar við stjórnina þó engin afsökunarbeiðni hafi komið frá stjórninni.Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Kjartan síðustu daga án árangurs.
Íslenski handboltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira