Erlent

Fimm hafa fundist á lífi

Björgunarsveitarmenn í Japan hafa fundið fimm á lífi síðasta sólarhring í braki farþegalestar sem fór út af sporinu í námunda við íbúðahverfi í Osaka í gær. Áttatíu og einn lét lífið í slysinu og um 440 manns eru slasaðir, margir lífshættulega. Orsök slyssins er enn á huldu. Getgátur eru uppi um að lestinni hafi verið ekið of hratt en einnig er talið líklegt að einhverju hafi verið komið fyrir á brautarteinunum, sem varð til þess að hún fór út af sporinu. Lestarstjórans, 23 ára gamals manns, sem einungis hafði starfað í fáeina mánuði, er ákaft leitað. Ekki er vitað hvort hann er lífs eða liðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×